Ég er 30 ára lögfræðingur, borðtennisspilari og jafnaðarmaður. Ég býð mig fram í 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2022.















Áherslumál

  • Borg fyrir fólk. Við alla ákvarðanatöku þarf að huga að því að borgin okkar á að vera fyrir fólk. Hún á að vera lífleg, hagkvæm og aðlaðandi.
  • Virkir ferðamátar. Hönnun borgarrýmis þarf að taka mið af virkum ferðamátum.
  • Hagkvæmt húsnæði. Byggja þarf hagkvæmt húsnæði fyrir ungt og efnalítið fólk.
  • Virkt samtal við grasrót. Borgarfulltrúar ættu að hitta grasrót flokksins reglulega, bæði til að upplýsa um þau verk sem eru á döfinni og til að sitja fyrir svörum.
  • Virkt samtal við borgarbúa. Ég myndi vilja gefa kost á óformlegu spjalli við borgarbúa reglulega, t.d. á kaffihúsi í hverju hverfi borgarinnar.


 

Menntun

Júní 2021
Háskóli Íslands
MA-gráða í lögfræði

Júní 2018
University of Kent
Sumarnám í reglum um fólksflutninga milli landa

Október 2015
Háskóli Íslands
BA-gráða í lögfræði

Maí 2012
Instituto Exclusivo
Spænskunám í La Paz í Bólivíu

Júní 2011
Menntaskólinn í Reykjavík
Stúdentapróf af eðlisfræðibraut


Starfsferill

Ágúst 2021 – September 2021
Ungir jafnaðarmenn
Kosningastjóri í þingkosningum

Mars 2021 –
Mars 2019 – Júlí 2020
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Lögfræðingur

Ágúst 2020 – Mars 2021
Óbyggðanefnd
Lögfræðingur

Maí 2017 – Júní 2018
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Framkvæmdastjóri

Október 2016 – Júlí 2017
Kópavogsbær
Laganemi

Úr kosningabaráttunni haustið 2021


Ferð með Europeans Law Students’ Accosiation til Brussel.

Stjórnarseta

Október 2020 –
Hallveig, ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
Forseti frá nóvember 2021

Nóvember 2021 –
Fullrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík
Áheyrnarfulltrúi

Nóvember 2021 –
Samfylkingarfélagið í Reykjavík
Áheyrnarfulltrúi

Nóvember 2021 –
Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna

Júní 2019 –
Félagsstofnun stúdenta

Apríl 2017 – Október 2018
European Law Students’ Accosiation á Íslandi
Varaformaður

September 2015 – Ágúst 2016
Stúdentasjóður

Mars 2015 – Ágúst 2016
Orator, félag laganema
Varaformaður

Október 2013 – Apríl 2014
Borðtennissamband Íslands
Ritari

Apríl 2010 – Apríl 2011
Skólafélag MR
Collega (meðstjórnandi)